Örsýn var stofnað árið 1991. Starfsemi Örsýnar byrjaði smátt í heimahúsi. Við byrjuðum á að bjóða upp á almennar viðgerðar á rafeindatækjum, eins og sjónvörpum, myndbandstækjum og fleiru, einnig buðum við upp á þjónustu á öllum lágspennulögnum.
Árið 2011 stækkuðum við okkur húsnæði og fluttum við í eigið húsnæði að Akralind. 5. Kópavogi. Umsvif fyrirtækisins hafa aukist með árunum og nú bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu á tengingu á lögnum loftnetskerfum, símkerfum og netkerfum.
Árið 2016 yfirtók Örsýn vörur og þjónustu fyrirtækisins Hugna, og hóf þar með innflutning á vörum sem eru öryggiskerfi frá Gardsman, myndavélakerfi frá Lilin og Sanan, netbúnaður,gsm búnaður og talstöðvum frá Anytone.
Örsýn þjónar bæði einstaklingum og fyrirtækjum með allt sem að viðkemur tengingum á tækjabúnaði. Upplýsingar og tímapantanir eru í síma: 899-9792
Starfsmenn:
Guðni Einarsson, Rafeindavirkjameistari.
Anna S Sigurðardóttir, Bókhald.
Örsýn ehf.
Akralind 5
201 Kópavogur
S: 899-9792
orsyn@internet.is